Eftir að félagsskiptaglugginn opnaði í vikunni hafa lið um allt land verið að styrkja sig fyrir komandi átök í deildum sínum. Við greindum frá því að konunar í Sindra hefðu fengið liðsstyrk í vikunni og núna eru það karlarnir. Pólskur leikmaður hefur skrifað undir samning við Sindra og mun spila með liðinu út tímabilið. Drengurinn heitir Mariusz Baranowski spilar sem sóknarmaður en getur einnig spilað á miðjunni. Hann er 24 ára og, eins og kom fram hér að ofan, frá Póllandi. Liðssstyrkur frá Póllandi hefur reynst okkur vel enda er varkvörðurinn okkar Maciej Majewski (Maja) einnig frá Póllandi en þeir tveir spiluðu saman með KFR á síðasta ári. Líklega verður fyrsti leikur Baranowski gegn Hvergerðingum á morgun, laugardag.
Meistaraflokkur karla fær liðsstyrk
- Post published:júlí 19, 2013
- Post category:Fréttir