Frístundaskóli og sumarnámskeið!

  • Post category:Fréttir

ATHUGIÐ AÐ LEIÐBEININGAR UM SKRÁNINGU ERU NEÐST Í ÞESSUM PÓSTI 🙂 Fyrsta sumarnámskeiðið (fyrir 4. – 6. bekk hefur verið fellt niður þar sem annað sambærilegt námskeið var í gangi hjá öðrum á sama tíma 🙂 )

Knattspyrnudeild Sindra mun standa fyrir sumarskóla og frístundaskóla fyrir börn í sumar. Mikill áhugi er fyrir frístundaskólanum og berast margar fyrirspurnir vegna fyrirkomulags og þess háttar svo hér verður reynt að svara spurningum um þá þætti sem þegar eru ákveðnir.

Skólastjóri frístundaskólans og sumarnámskeiðanna verður Friðrik Kristjánsson (26 ára) og starfsmenn verða Phoenetia Browne (23 ára) og Chestley Ashley (23 ára) auk barna sem koma úr vinnuskólanum og aðstoða.

Endilega gangið í hópinn Frístundaskóli og sumarnámskeið Sindra á facebook því þar verða allar upplýsingar og breytingar birtar auk þess sem skilaboðum verður komið til foreldra í gegnum þá síðu 🙂 *HÉR* er tengill á síðuna.

Athugið að nauðsynlegt er að skrá börnin í námskeiðin áður en þau hefjast í gegnum Nóra skráningarkerfið og ganga frá fyrirkomulagi á greiðslum. Boðið er upp á skipta greiðslum fyrir lengri tímabil.

Ef foreldrar eru með tvö börn eða fleiri sem taka allt tímabilið verður 25% systkinaafsláttur fyrir annað barn og 50% aflsáttur fyrir fleiri börn (yngsta barnið greiðir þá fullt verð). Sjá leiðbeiningar um skráningu hér neðst í póstinum.

Frístundaskóli Sindra (yngri börn)

Tímabil: Frístundaskólanum er skipt upp í tvö tímabil. Annars vegar er um að ræða tímabilið frá 6. júní til 7. júlí og hins vegar er um að ræða tímabilið frá 3. júlí til 4. ágúst. Hvort tímabil um sig spannar 5 vikur.  Einnig verður hægt að skrá börn á allt tímabilið sem spannar þá til samans 9 vikur.

Frístundaskólinn verður frá kl. 8:00 – 13:00 alla virka daga en eiginleg dagskrá verður í gangi frá kl. 9:00 – 12:00. Tíminn frá kl. 8:00 – 9:00 er hugsaður sem gæsla og einnig hádegið til að brúa bilið fram að fótboltaæfingu.

Fyrir hverja er frístundaskólinn? Frístundaskólinn er hugsaður fyrir börn sem eru að klára 1., 2. og 3. bekk en einnig er mögulegt að koma að börnum sem eru að fara að byrja í skóla í haust.

Dagskrá: Dagskrá frístundaskólans er þannig að á mánudögum verður farið í vinnustaðaheimsóknir, á þriðjudögum verða íþróttir og leikir, á miðvikudögum verður farið í sund, á fimmtudögum verður farið í ævintýraferðir (fjöruferð oþh.) og á föstudögum verða íþróttir og leikir.

Nesti: Börnin þurfa að koma með nesti fyrir daginn.

Þátttökugjöld: Þátttökugjöld í frístundaskólanum verða 25.000 kr. fyrir hvort tímabil um sig, en 45.000 kr. ef bæði tímabilin eru tekin. Það gerir 5000 kr. á vikuna, 1000 kr. á dag eða 200 kr. á klst.

Sumarnámskeið Sindra (eldri börn)

Tímabil: Tvö sumarnámskeið verða í gangi í sumar. Fyrra námskeiðið verður frá 26. júní til 14. júlí og síðara námskeiðið frá 16. júlí til 4. ágúst.

Námskeiðin verða frá kl. 10:00 – 13:00 á daginn alla virka daga. Tímasetningar geta breyst aðeins vegna ferða sem verður farið í með hópana.

Fyrir hverja eru sumarnámskeiðin: Sumarnámskeiðin eru fyrir börn sem eru að klára 4., 5. og 6. bekk.

Dagskrá: Bæði námskeiðin eru hugsuð út frá því að börnin búi sér sjálf til verkefni og hjálpist að við að framkvæma það sem þau hafa áhuga á með aðstoð frá leiðbeinanda. Þannig verður mikil áhersla lögð á hópefli og leiki og jafnframt fáum við fólk í heimsókn til að ræða um mikilvæga hluti svo sem hreyfingu, heilbrigt líferni, íþróttamálefni o.fl. þess háttar í stuttu spjalli við börnin.

 

Námskeið 1 – útivistarnámskeið

Á fyrra námskeiðinu er megináhersla lögð á útivist. Á dagskránni verða meðal annars fjallganga, hjólaferð, strandíþróttir, ratleikur og óhefðbundnar íþróttir.

Námskeið 2 – Ævintýranámskeið

Á öðru námskeiðinu verður ævintýraþema. Fjölmargt verður gert til skemmtunar t.d. fjársjóðsleit, útilega, stuttmynd og flekagerð.

Nesti: Börnin þurfa að hafa með sér nesti þegar í lengri ferðir og geta haft með sér nesti á námskeiðið ef þörf er á.

Þátttökugjöld: Námskeiðin kosta 15.000 kr. hvort og standa í þrjár vikur. Ef keypt er á bæði námskeiðin kosta þau 25.000 kr. til samans.

Skráning í námskeið og frístundaskóla.

Búið er að opna fyrir skráningu í námskeið og í frístundaskóla í Nóra. Algjört skilyrði er að búið sé að skrá börnin á námskeið áður en það hefst og ganga frá greiðslufyrirkomulagi. Við getum því miður ekki tekið á móti börnum sem ekki eru skráð enda væri ekki vinnandi vegur að halda utan um það. Ef um systkinaafslátt er að ræða, þá skulið þið skrá yngsta barnið í Nóra og senda eftirfarandi upplýsingar á sindri@umfsindri.is:

Kennitölu yngsta barnsins, nafn og kennitölu annarra barna sem á að skrá og í hvaða námskeið á að skrá þau. Athugið að systkinaaflsáttur gildir aðeins ef allt tímabilið er tekið hjá öllum börnunum.

*HÉR* er innskráningarsíða í Nóra.

*HÉR* eru leiðbeiningar um skráningu í Nóra.

Vonandi sjáum við sem flesta í frístundaskóla og á sumarnámskeiðum Sindra því þetta verður súper gaman 😀