íþróttahús1Íþróttahúsið á Höfn í Hornafirði var tekið í notkun árið 1981. Með komu íþróttahússins var búið að finna varanlegan stað fyrir íþróttaiðkunn Hornfirðinga og nærsveitunga á veturna næstu áratugina. Íþróttahúsið er með dúkalögðum íþróttasal sem er um 600 m2 og er salurinn löglegur körfubolta-, blak- og handboltavöllur. Íþróttahúsið er sambyggt húsnæði unglingadeildar Grunnskóla Hornafjarðar (Heppuskóla). Öll íþróttakennsla grunnskólans fer fram í húsinu en einnig hefur Sindri afnot af húsinu utan skólatíma fyrir sitt íþróttastarf. Húsið hefur verið fullnýtt allan veturinn en með komu Bárunnar hefur meiri hluti knattspyrnunnar færst þangað.Völlur3

Við íþróttahúsið eru Sindravellir, körfuboltavöllur og sparkvöllur. Sundlaug Hafnar stendur einnig við hlið hússins og stefnt er að því í framtíðinni að tengja húsin saman.

Eftir að félagsheimilið Sindrabær varð of lítill fyrir stórar samkomur hefur íþróttahúsið gengt mikilvægu hlutverki sem fjölnotahús þar sem haldnir eru tónleikar, ráðstefnur og aðrar stórar samkomur.

Opnunartími

Vetraropnun (jafnan)
Virkir dagar: 08:00 – 23:30
Laugadagar: 10:00 – 18:00
Sunnudagar: Lokað

Sumaropnun
Óreglulegur opnunartími

Sími: 470-8470
Netfang: ith@hornafjordur.is / gunnaringi@hornafjordur.is

Íþróttahúsið í Mánagarði – Nesjum

MánavöllurÍþróttahúsið í Mánagarði í Nesjum er 7 km vestan við Höfn. Íþróttasalurinn er parketlagður og er um 300 m2. Ungmennafélagið Máni í Nesjum og Sindri nýta húsið fyrir allskyns íþróttaæfingar. Íþróttahúsið hefur verið notað sem fjölnotahús þar sem haldnar hafa verið samkomur á borð við þorrablót, landsfundi og ráðstefnur. Íþróttahúsið er sambyggt félagsheimilinu Mánagarði sem byggt var 1952 og er hægt að nýta sal félagsheimilisins með íþróttsalnum með því að opna á milli salanna. Hægt er að fá Mánagarð leigðan fyrir stærri samkomur s.s. ættarmót, ef sótt er um með góðum fyrirvara.

Sími: 470-8000 / 478-1462
Netfang: gunnaringi@hornafjordur.is