Samkvæmt tilkynningu frá Heilbrigðisráðuneyti verður íþróttaiðkun barna og unglinga á Grunnskólaaldri án takmarkana þann 4 Maí.
Stefnt er að því að stundatöflur haldist óbreyttar frá því sem var og hvetjum við foreldra til þess að fylgjast vel með á síðum sinna flokka og deilda og hvetja iðkendur til að halda áfram í íþróttum.
Það er mikilvægt núna eftir þessa tíma að foreldrar hvetji börn og sérstaklega unglinga til þess að mæta aftur í íþróttir og við viljum passa að sem flestir komi aftur inn í íþróttastarfið.
Það er marg sannað að íþróttaiðkun í skipulögðu starfi er besta forvörnin og heilbrigð sál í hraustum líkama er grunnur að góðu lífi.
Vonandi sjáum við sem flesta í starfinu eftir þessa “Fordæmalausu tíma”.
Gleðilegt sumar!