Það var mikið fjör sl. laugardag bæði hjá mfl. kvk og kk í Mjólkurbikarnum. 

Stelpurnar tóku á móti Einherja á Sindravöllum og unnu leikinn 5-0. Guðrún Ása Aðalsteinsdóttir fór hamförum og skoraði 4 mörk og Samira Suleman skoraði eitt mark. Glæsileg úrslit hjá þeim í fyrsta leik sumarsins og mæta þær Fjarðabyggð/Hetti/Leikni í næstu umferð á Sindravöllum sunnudaginn 16. maí. 

 

Strákarnir tóku á móti Fjarðabyggð í 2. umferð Mjólkurbikarsins í Fjarðabyggðahöllinni og unnu leikinn 0-2. Fyrra mark okkar manna gerði Abdul Bangura og seinna mark okkar skoraði Ibrahim Barrie. Sindrastrákar eru þá komnir í 32. liða úrslit og kemur það í ljós á næstu dögum hvaða lið okkar strákar mæta í næstu umferð.