Covid 19

  • Post category:Fréttir

 

Eins og flestir ættu að vera búnir að heyra tekur samkomubann gildi á mánudaginn.

Öllum leikjum hjá KSI hefur verið frestað og KKÍ er búið að fresta leikjum í neðri deildum.

Eftir samráð við Fagaðila hér á Höfn er ekki talin þörf á því að hætta æfingum að svo stöddu en mikilvægt að vera meðvituð um ástand mála og hvetja iðkendur til þess að passa upp á hreinlæti og vera heima ef einkenna inflúensu verða vart.

Við munum nota næstu daga til þess að fara yfir stöðuna og sjá hvað við getum gert til þess að hefta útbreiðslu án þess að skerða lífsgæði iðkenda óþarflega mikið en að sjálfsögðu fylgja ráðleggingum yfirvalda.

Ef það eru einhverjar spurningar eða ábendingar er hægt að hafa samband við skrifstofu UMF. Sindra á netfangið sindri@umfsindri.is

Virðingarfyllst

Lárus Páll Pálsson

Framkvæmdastjóri