Hjólanámskeið fyrir börn og unglinga.
Fimmtudaginn og föstudaginn 23. og 24. maí nk.
Börn og unglingar (7-16 ára) kl. 17:30 – 19:00.
Erla Sigurlaug og Þóra Katrín ætla að þjálfa Hafnarbúa í hjólafærni! Markmiðið er að byggja upp sjálfsöryggi á hjólinu, auka þannig færni og hraða – og skemmta sér!
Erla og Þóra eru margreyndar hjólakonur á bæði götuhjóli og hvers kyns fjallahjólreiðum, hafa æft og keppt í öllum tegundum hjólreiða eins og götuhjólreiðum, fjallahjólreiðum, enduro og fjallabruni, keppt með landsliðinu fyrir Íslands hönd á erlendri grundu og sigrað mót og unnið sér inn titla. Þá hafa þær haldið fjölda námskeiða fyrir bæði börn og fullorðna með góðum árangri.
Hjól: Fjallahjól, hybrid hjól með grófum dekkjum. Ef þú ert bara götuhjólari – ekkert mál, hafðu samband við okkur og við finnum lausn. Hjálmaskylda fyrir alla.
Námskeiðið er kynning og lifandi kennsla í hjólafærni, á götu, malarvegi og einnig á stígum í náttúrunni í hvers kyns skemmtilegu fjallahjólabrölti.
Við lærum og æfum helstu tækniatriði hjólreiða sem auka á sjálfstraust og öryggi fyrir utan að koma okkur einnig hraðar! Á það bæði við götuhjól og fjallahjólreiðar, svo sem beygju- og bremsutækni, rétt staða á hjólinu, hjóla upp brekkur, niður brekkur, hjóla í hópi og að hjóla af öryggi í náttúrunni, á slóðum og stígum.
Námskeiðið skilur hjólarann eftir glaðan, öruggan og hungraðan í að hjóla meira!
Verð:
Krakka/unglinganámskeið– 2 dagar, 6900.-
Skráning í gegnum Sindra, í Nora kerfinu fra og með 16. maí. Hægt að nýta tómstundastyrkinn!
Þurfum 10 krakka að lámarki svo námskeið verði haldið.
Skráning fer fram í gegnum Nora kerfið hjá Sindra
https://umfsindri.is/skraningar/
Erla Sigurlaug s. 895-7480
Þóra Katrín s. 865 6244
Upplýsingar um hjólanámskeið fyrir 17 ára og eldri má finna hér: https://www.facebook.com/events/2486252028269127/