Aukaæfingar

Knattspyrnudeild Sindra ætlar að bjóða uppá aukaæfingar á morgnana einu sinni í viku. Æfingarnar eru fyrir 4.flokk og eldri bæði kyn og byrja föstudaginn 17.janúar kl 06.40
Allir þeir sem skara framúr á sínu sviði tala um þennan aukatíma sem lykilatriði í því að bæta sig. Þarna gefst leikmönnum tækifæri á því að taka klukkutíma í viku til að æfa aukalega.
Eins og við sjáum þetta fyrir okkur þarf að vakna tímanlega fyrir hafragrautinn og vera tilbúin í Bárunni kl 06.40.
Á hverri æfingu verður tekið fyrir atriði eins og t.d knattrak, móttaka, fótavinna o.s.frv og fer klukkutíminn í það atriði. Æfingin er svo búin 07.40 sem ætti að gefa tíma til að fara heim og gera sig klára í skólann.
Fyrsta æfingin er núna á föstudaginn kl 06.40 og þá verður farið í knattrak.

Fös 17.jan kl 06:40 – Knattrak
Fös 24.jan kl 06.40 – Móttaka
Fös 31.jan kl 06.40 – Sendingar
Fös 7.feb kl 06.40 – Fótavinna

Þjálfarar verða :
Óli Stefán Flóventsson Yfirþjálfari – UEFA A þjálfaragráða
Cober Hasecic þjálfari yngri flokka Sindra – UEFA A þjálfaragráða