Yfirstjórn Knattspyrnudeildar

  • Post category:Fréttir

Hópmynd MFL 2018

Miklar breytingar hafa orðið á stjórn knattspyrnudeildar Sindra fyrir tímabilið 2019. Á aðalfundi deildarinnar í febrúar tók Hjalti Þór Vignisson við sem formaður knattspyrnudeildarinnar, Jóna Benný Kristjánsdóttir er gjaldkeri og Jón Guðni Sigurðsson ritari. Meðstjórnendur eru þeir Ernesto Barboza sem jafnframt er formaður meistaraflokksráðs og Sigurður Ægir Birgisson sem einnig er formaður yngriflokkaráðs. Sú stóra breyting varð á skipulagi deildarinnar að nú er einnig starfandi meistaraflokksráð sem mun sjá um utanumhald hvað varðar meistaraflokkana og síðan er áfram starfandi yngriflokkaráð sem sér um allt tengt yngri flokkunum, en það hefur verið starfandi frá haustinu 2016.

Mfl. karla byrjuði á góðum sigri á Leikni F. ( sjá nánar hér: http://www.sindrafrettir.is/index.php/2019/04/storsigur-hja-mfl-karla-morkin-og-vidtol/ ) og Mfl. kvenna sigraði sameiginlegt lið Fjarðarbyggðar/Hött /Leikni síðastliðinn sunnudag.

Við erum mjög bjartsýn á að sumarið verði gott hjá okkar fólki í öllum flokkum og verður gaman að fylgjast með okkar fólki í sumar. Við viljum þakka þeim kjörnu aðilum sem stíga frá fyrir vel unnin störf síðustu ár.

 

Stjórn knattspyrnudeildar:

Hjalti Þór Vignisson, formaður

Jóna Benný Kristjánsdóttir, gjaldkeri

Jón Guðni Sigurðsson, ritari

Sigurður Ægir Birgisson, formaður yngriflokkaráðs

Ernesto Barboza, formaður meistaraflokksráðs

 

Meistaraflokksráð:

Ernesto Barboza, formaður

Kristín Gyða Ármannsdóttir, varaformaður

Herdís Tryggvadóttir, gjaldkeri

Kristinn Justiniano Snjólfsson, ritari

Arna Ósk Harðardóttir, meðstjórnandi

Lars Jóhann Andrésson Imsland, meðstjórnandi

 

Yngriflokkaráð:

Sigurður Ægir Birgisson, formaður yngriflokkaráðs

Eva Birgisdóttir, gjaldkeri

Laufey Sveinsdóttir, ritari

Guðrún Ása Jóhannsdóttir, meðstjórnandi