Um nýtingu frístundastyrks/tómstundastyrks

  • Post category:Fréttir

Sveitarfélagið Hornafjörður veitir foreldrum barna 6-18 ára sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu, tómstundastyrk að upphæð kr. 50.000- á árinu 2018. Tómstundastyrkur er veittur vegna þátttöku barna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi, þar með talið nám í Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu. Með frístundastyrknum má greiða að fullu, eða hluta fyrir íþrótta-, lista- og/eða aðra tómstundastarfsemi sem samþykkt hefur verið inn í Nora tómstundastyrkjakerfi sveitarfélagsins. En öll íþrótta- og tómstundatilboð þurfa að uppfylla reglur um tómstundastyrk til þess að fá skráningu þar.
Allar deildir Umf. Sindra eru með sitt íþróttaframboð skráð í kerfið og hafa foreldrar barna sem stunda íþróttaæfingar notað kerfið til að nýta tómstundastyrkinn þegar þeir greiða æfingagjöld til félagsins. Nú færast skólagjöld við Tónskólann einnig inn í Nora tómstundakerfið svo foreldrar nemenda við skólann þurfa að skrá sig þar inn og velja að nýta tómstundastyrkinn til niðurgreiðslu á skólagjöldunum.

 

ATH
Ekki er lengur hægt að greiða í banka og framvísa greiðslukvittun í afgreiðslu ráðhússins. Ef foreldrar gleyma að haka við nýtingu frístundastyrks/tómstundastyrks missa þeir þar með af tækifæri til að nýta styrkinn í það sinn því Nora tómstundakerfið býður ekki upp á leiðréttingu heldur þarf að nýta styrkinn seinna fyrir annað námskeið.
Foreldrum er bent á að ónýttir styrkir fyrnast um hver áramót.