Knattspyrnuskóli Jako og Nettó!

  • Post category:Fréttir

Það var glaður hópur knattspyrnuiðkenda sem mætti til leiks í Knattspyrnuskóla Jako & Nettó helgina 9.-10.desember en alls voru um 80 krakkar sem skráðu sig til leiks!

Knattspyrnuskólinn er byggður upp á að fá inn góða gestaþjálfara sem setja upp tækniæfingar fyrir krakkana og stýra svo æfingunum ásamt þjálfurum Sindra. Í gegnum tíðina höfum við fengið til okkar frábæra þjálfara líkt og fyrrum landsliðsþjálfara Heimi Hallgrímsson og fleiri. Í ár var engin breyting þar á en gestaþjálfarar voru þeir Nihad „Cober“ Hasicic og Milan Stefán Jankovic. Þeir félagar hafa vakið mikla athygli á landsvísu fyrir frábærar einstaklingsæfingar og eru þeir yfir akademíu knattspyrnudeildar Grindavíkur.

Helgin var frábær í alla staði og það var gaman að fylgjast með framtíðar leikmönnum Sindra sem æfðu vel í takt við góða jólaskapið. Nettó bauð uppá hollt millimál ásamt því að grillið var sett í gang eftir síðustu æfingu. Mikil ánægja var með gestaþjálfarana og þeirra framlag og léku þeir félagar léku við hvern sinn fingur um helgina og buðu m.a uppá töfrabrögð fyrir krakana inn á milli æfinga!

Í útskiftargjöf fá þau sem tóku þátt um helgina svo Jakó bol sem verður afhentur í vikunni.

Við hjá knattspyrnudeild Sindra þökkum öllum þeim krökkum og þjálfurum sem komu og tóku þátt með okkur fyrir frábæra helgi!

Einnig þökkum við styrktaraðilum okkar JAKO og Nettó fyrir frábæran stuðning sem er okkur svo mikilvægur!

Það liggur fyrir að Knattspyrnuskólinn er mikilvægur viðburður í starfi okkar og að hann sé kominn til að vera!

Áfram SINDRI! #viðerumíliðisindra