Dagana 20 – 22 febrúar ætlar sundeild Sindra að vera með æfingabúðir fyrir sína iðkendur. Ingi Þór Ágústsson mun stjórna æfingum ásamt Jacky Pellerin landsliðsþjálfara Íslands, sem mun fylgjast með og miðla af reynslu sinni. Fundirnir verða í Heppuskóla.
Ég hvet alla foreldra til að mæta og fylgjast með sínum krökkum æfa.
Föstudagurinn 20. Febrúar
Kl. 18:30 – 19:30 Fundur með þátttakendum og foreldrum
- Farið yfir dagskrá helgarinnar
- Farið yfir æfingar helgarinnar og áherslur á þeim
- Farið yfir markmiðasetningu
- Markmið með æfingum
- Markmið sem sundmenn hafa á KR móti
- Markmið fyrir veturinn
- Markmið fyrir framtíðina
19:30 – 21:00 Sundæfing – um 1.500 – 2.000m
Keppnisupphitun – farið yfir af hverju upphitun fyrir keppni
Hvað á að hita upp – hvernig – af hverju
Farið yfir rennsli – stungur – snúninga
Farið yfir öll sundin með það að markmiði að hraða snúningum sem og betra rennsli frá bakka
Laugardagurinn 21. Febrúar
Kl. 09:00 – 10:00 Fundur fyrir sundæfingu
Farið yfir gærdaginn – hvað var gott, hvað má gera betur
Farið yfir áherslur dagsins
Hraði – rennsli – snúningar – uppkoma og innkoma í bakka
Myndbandasýningar – sýnd stutt myndbönd af áherslum dagsins
Kl. 10:00 – 12:00 Sundæfing um 3.000m
Farið yfir atriði frá föstudeginum – snúninga, stungur, uppkoma og innkoma
Áhersla lögð á hraða snúninga og enga öndun fyrir og eftir snúninga
Tímasetningar í sundinu og drill til að læra tímasetningar
Kl. 15:00 – 17:00 Sundæfing um 1.500m – 2.000m
Upphitun fyrir keppni
Sprettir – stuttir sem lengri
Snúninga sprettir – flagga sprettir – æfingar til að auka hraða í keppni
17:30 – 19:00 Fundur og Spurningakeppni
Fundur um næringu fyrir og á meðan á keppni stendur (væri gott ef foreldrar hefðu tök á því að mæta).
Spurningarkeppni um næringu, sund, keppni og áherslur helgarinnar – skipt upp í lið sem keppa sín á milli
Sunnudagurinn 22. Febrúar
Kl. 10:00 – 12:00 Sundæfing um 2.000m
Keppnisupphitun á bakka og í laug
Farið yfir bakkaupphitun
Farið yfir upphitun í laug
Sprettir
Farið yfir helgina í lauginni og þau atriði sem farið var yfir
Kl. 12:30 – 13:30 Fundur og yfirferð
Hvað lærðum við?
Hvernig ætlum við að nota það?
Markmið
Kveðja
Trausti Magnússon
Þjálari