Foreldradagur fimleikadeildarinnar

  • Post category:Fimleikar

Í síðustu viku var árlegur foreldradagur fimleikadeildar Sindra haldin og foreldrum barna í 1 bekk og upp úr boðið að taka þátt í fimleikafjöri með börnum sínum. Frábært þátttaka var hjá foreldrum og virkilega gaman að sjá alla vera með í fjörinu. Krakkarnir létu foreldra sína púla aðeins með því að taka smá þrekæfingar og síðan fóru allir í þrautabraut þar sem foreldrar fengu að spreyta sig á ýmsum æfingum. Þetta var hin besta skemmtun og virtust allir hafa gaman af. Eftir allt erfiðið var svo allsherjar pizzuveisla og vonum við að allir hafi farið sveittir og saddir heim. Stjórnin vill þakka öllum sem tóku þátt með okkur og auðvitað tenglum og þjálfurum fyrir að aðstoða okkur í þessu. Þetta var bara vel heppnað að okkar mati og krakkarnir höfðu virkilega gaman af því að fá pabba og mömmu með til að sprella aðeins.