KSÍ er með æfingar á austurlandi og Sindri á marga fulltrúa.
Sindri á 9 fulltrúa á hæfileikamótun KSÍ. Sindri á 6 fulltrúa stráka megin og 3 fulltrúa stelpu megin.
Helstu markmið hæfileikamótunar KSÍ eru að:
- Fjölga þeim leikmönnum sem KSÍ fylgist með.
- Fylgjast með yngri leikmönnum fyrr og undirbúa þá fyrir hefðbundnar landsliðsæfingar.
- Koma til móts við minni staði á landsbyggðinni og mæta þeirra þörfum.
- Koma til móts við leikmenn stærri félaga á höfuðborgarsvæðinu sem fá ekki tækifæri með landsliðinu.
- Bæta samskipti við aðildarfélögin og kynna fyrir þeim stefnu KSÍ í landsliðsmálum.
- Undirbúa leikmenn betur og auka fræðslu til þess að leikmenn verði tilbúnir að mæta á landsliðsæfingar í framtíðinni
Þau sem fara fyrir hönd Sindra eru:
Anna Lára Grétarsdóttir
Siggerður Egla Hjaltadóttir
Karen Rós Torfadóttr
Freyr Sigurðsson
Stígur Aðalsteinsson
Guðmundur Jón Þórðarsson
Guðmundur Reynir Friðriksson
Oskar Karol Jarosz
Birgir Leó Halldórsson
Sindir á einnig fulltrúa í u15 landsliðsúrtaki. Birkir Snær Ingólfsson var valinn af Lúðvíki Gunnarssyni nýjum U15 þjálfara KSÍ.
Við hjá Sindra erum ákaflega stolt af okkar iðkendum og sendum þeim öllum hamingjuóskir og baráttukveðjur.