Þjálfari U17 í heimsókn á Höfn

Þorlákur Árnason Þjálfari U17 og fyrrverandi þjálfari Íslandsmeistara kvenna Stjörnunnar kemur í heimsókn á Höfn miðvikudaginn 5.febrúar. Þorlákur ætlar að vinna með 3.og 4.flokk karla og kvenna. Láki verður með hópinn á æfingum og fyrirlestrum. Einnig kemur Þorlákur til með að funda með stjórn knattspyrnudeildar Sindra ásamt yfirþjálfara og yngriflokka ráði þar sem hæfileikamótun KSÍ verður kynnt.

Dagskrá :

5.feb miðvikudagur

15.00 Fundur með stúlkum, sýndar klippur úr leik með U17 og A landsliðinu.

Fyrirlestur um hugarfar og undirbúning fyrir landslið og þess háttar. C.a 45 mín

16.00 Æfing með stúlkum í 75 mínútur

17.15 Æfing með strákum í 75 mínutur

18.30 Fundur með drengjum, sýndar klippur úr leik með U17 og A landsliðinu.

Fyrirlestur um hugarfar og undirbúning fyrir landslið og þess háttar. C.a 45 mín

 

6.feb fimmtudagur

Kl.6.40  Æfing með bæði stelpum og strákum, áhersla á tækni. 60 mín

Kl.11.30 Fundur með yfirþjálfara og stjórn K-deildar og unglingaráði