1. grein – Nafn félags og varnarþing
Félagið heitir Ungmennafélagið Sindri, skammstafað UMF. Sindri. Heimili og varnarþing félagsins er á Höfn í Hornafirði, Austur-Skaftafellssýslu.
2. grein – Tilgangur félags og grunngildi
Tilgangur félagsins er rekstur íþróttadeilda og efling íþróttaiðkunar á Höfn í Hornafirði. Grunngildi félagsins eru heiðarleiki, samvinna og metnaður.
3. grein – Merki félags og búningur
Merki félagsins er stafirnir UMF SINDRI HÖFN á rauðum grunni, sem ber útlínur bókstafsins S í skjaldarformi. Aðalbúningur félagsins er rauð treyja, rauðar buxur og rauðir sokkar.
4. grein – Aðild að heildarsamtökum
Félagið er aðili að Íþróttasambandi Íslands (ÍSÍ) og sérsamböndum þess, Ungmennafélagi Íslands og Ungmennasambandi Úlfljóts og er háð lögum þeirra og ákvörðunum.
5. grein – Félagar
- Allir iðkendur, stjórnarfólk og þjálfarar eru sjálfkrafa félagar í Sindra.
- Félagi getur orðið hver sá sem þess óskar og greiðir félagsgjald sem ákveðið er á aðalfundi ár hvert. Félagsgjald er innheimt árlega.
- Virkir sjálfboðaliðar geta einnig óskað eftir félagsaðild. Hætti þessir aðilar störfum geta þeir haldið áfram að vera félagsmenn gegn greiðslu félagsgjalds.
- Úrsögn úr félaginu skal tilkynnt skriflega til aðalstjórnar sem heldur utan um félagatal. Félagsgjöld renna í aðalsjóð.
6. grein – Reikningsár og skoðunarmenn
- Reikningsár félagsins skal vera almanaksárið.
- Skoðunarmenn félagsins eru kjörnir á aðalfundi.
7. grein – Aðalfundur félags
- Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins.
- Aðalfund skal halda í síðasta lagi 1.mars ár hvert.
- Aðalfund skal boða með minnst sjö daga fyrirvara. Fundi skal boða með auglýsingum í staðarfjölmiðlum og á áberandi stöðum á félagssvæðinu. Í auglýsingu skal dagskrá aðalfundar koma fram.
Einstakar deildir félagsins skulu hafa haldið aðalfundi sína í síðasta lagi 2 vikum fyrir aðalfund félagsins. Heimilt er að sameina aðalfundi deilda ef þær þess óska. - Aðalfundur er löglegur, ef löglega hefur verið til hans boðað.
- Auglýsa skal lagabreytingar í fundarboði til aðalfundar.
- Rétt til setu á aðalfundi með tillögurétt og málfrelsi hafa allir félagar í félaginu.
- Kjörgengi til stjórnarstarfa og annarra trúnaðarstarfa fyrir félagið hafa allir félagar 18 ára og eldri, sem uppfyllt hafa skyldur sínar við félagið.
- Á aðalfundi hafa fullgildir félagar 18 ára og eldri, aðalstjórn Sindra og stjórnir deilda Sindra einir atkvæðisrétt. Enginn getur farið með nema eitt atkvæði á aðalfundi.
- Dagskrá aðalfundar:
- Setning
- Kosinn fundarstjóri og fundarritari
- Fráfarandi stjórn flytur skýrslu sína fyrir síðasta reikningsár
- Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins og deilda þess
- Umræða um skýrslur. Reikningar bornir upp til samþykktar
- Stjórn leggur fram fjárhagsáætlun næsta árs
- Lagabreytingar
- Aðrar tillögur sem eru til afgreiðslu á fundinum
- Kosningar
- Kosning 3ja manna stjórnar
- Kosning skoðunarmanna
- Ákvörðun félagsgjalda félagsmanna
- Önnur mál.
- Einfaldur meirihluti ræður úrslitum, nema ef um lagabreytingar er að ræða, en þá þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða. Málefni sem félagar óska eftir að tekin verði fyrir á fundinum skulu tilkynnt stjórn félagsins minnst tveimur vikum fyrir fund. Fundur getur með 2/3 hluta atkvæða leyft að taka fyrir mál, sem fram er komið eftir að dagskrá fundar var auglýst. Kjósa má stjórn í einu lagi þ.e. alla stjórnina saman. Þó skal kosið um einstök embætti æski einfaldur meirihluti fundar þess.
- Fundargerð afgreidd.
8. grein – Aukaaðalfundur félags
- Aukaaðalfund má halda ef nauðsyn krefur skv. ákvörðun stjórnar félagsins eða ef 50 félagar óska þess. Aukaaðalfundur er lögmætur ef til hans er boðað samkævmt ákvæðum 7. greinar þessara laga. Á aukafundi má ekki gera lagabreytingar og aðeins kjósa bráðabirgðastjórn. Sú stjórn skal sitja til næsta reglulegs aðalfundar.
9. grein – Aðalstjórn
- Aðalstjórn Sindra fer með æðsta vald í málefnum félagsins og deilda þess milli aðalfunda.
- Aðalstjórn skal kosin á aðalfundi til eins árs í senn. Formaður, ritari og gjaldkeri skulu kosnir sérstaklega. Þá koma að auki sjálfkrafa inn í stjórn formenn þeirra deilda sem starfandi eru á vegum félagsins hverju sinni. Úr þeirra röðum skal aðalstjórn kjósa sér varaformann.
- Á milli aðalstjórnarfunda skipa formaður, ritari og gjaldkeri svokallað framkvæmdaráð. Hlutverk framkvæmdaráðs er að fylgja eftir samþykktum aðalstjórnar og afgreiða mál á milli stjórnarfunda. Framkvæmdastjórn skal einnig afgreiða mál sem tengjast persónulegum og/eða fjárhagslegum hagsmunum annarra aðalstjórnarmanna innan félagsins eða deilda þess.
- Aðalstjórn er fulltrúi félagsins út á við. Hún er forsvari þess gagnvart USÚ Sveitarfélaginu Hornafirði, öðrum opinberum yfirvöldum og aðalstjórn annarra íþróttafélaga.
- Verkefni aðalstjórnar eru að auki skipting styrkja Sveitarfélagsins Hornafjarðar og lottógreiðslna auk yfirumsjónar félagatals Sindra.
- Aðalstjórn ber ábyrgð á fjármálum félagsins og deilda þess. Aðalstjórn fer með yfirstjórn allra peningamála félagsins og getur ef þörf virðist á, tekið fram fyrir hendurnar á einstaka deildum félagsins hvað öll mál varðar.
- Lántökur deilda eru óheimilar nema með samþykki aðalstjórnar.
- Leggja skal fjárhagsskuldbindingar deilda fyrir aðalstjórn til samþykktar.
- Aðalstjórn annast rekstur eigna Sindra s.s. bifreiðar.
- Kaup, sala og veðsetning eigna félagsins er bundin samþykki aðalstjórnar.
- Aðalstjórn ræður framkvæmdastjóra til að annast daglegan rekstur félagsins.
- Framkvæmdastjóri hefur, í umboði aðalstjórnar, umsjón með sameiginlegum rekstri félagsins og þjónustu við deildarstjórnir. Aðalstjórn getur falið framkvæmdastjóra frekari verkefni. Aðalstjórn setur framkvæmdastjóra starfsreglur.
- Fyrsta fund aðalstjórnar skal boða innan tveggja vikna frá aðalfundi. Fundir aðalstjórnar skulu haldnir mánaðarlega frá ágústlokum til maíloka og skulu venjubundnir aðalstjórnarfundir tímasettir fyrir allt árið á fyrsta fundi eftir aðalfund. Ritaðar skulu fundargerðir.
- Formaður boðar til stjórnarfunda og stjórnar þeim. Fundur aðalstjórnar telst löglegur ef til hans hefur verið boðað með a.m.k. eins sólarhrings fyrirvara og meirihluti stjórnarmanna er mættur
10. grein – Deildir
- Félaginu er skipt í deildir sem hver sinnir afmörkuðu sviði íþróttamála.
- Deildum félagsins er heimilt að setja sér starfsreglur á aðalfundi sínum, sem skulu staðfestar á aðalfundi félagsins.
- Deildir eru háðar eftirliti aðalfundar félagsins um starfsemi sína og fjármál og aðalstjórnar félagsins milli aðalfunda.
- Hver deild er fjárhagslega sjálfstæð en skal skila endurskoðuðum reikningum og skýrslu til aðalstjórnar fimm virkum dögum fyrir aðalfund deildarinnar.
- Hver deild skal færa bókhald samkvæmt reglugerðum ÍSÍ um bókhald deilda.
- Hver deild skal halda gerðarbók um allar ákvarðanir stjórnar og annað markvert sem varðar starf hennar. Gerðarbók skal vera aðgengileg aðalstjórn félags á hverjum tíma.
- Hver deild skal halda nákvæma skrá yfir iðkendur deildarinnar. Iðkendaskrá skal vera aðgengileg aðalstjórn og framkvæmdastjóra.
- Upplýsingar um starfsmannagreiðslur deilda skulu veittar skattayfirvöldum skv. skattalögum hverju sinni.
- Hver deild skal fara með fulltrúavald gagnvart sínu sérsambandi innan ÍSÍ og UMFÍ, og jafnframt vera tengiliður við þau sérsambönd.
- Ákvörðun um stofnun nýrra íþróttadeilda er í höndum aðalstjórnar.
11. grein – Stofnun og niðurlagning deilda
- Aðalstjórn félagsins skal hafa umsjón með stofnun nýrra deilda og setur nýrri deild starfsreglur til að starfa eftir. Stofnfundur deildar skal fara fram samkvæmt reglum um aðalfundi deilda.
- Hætti deild störfum er stjórn deildarinnar skylt að afhenda eignir hennar til aðalstjórnar félagsins.
12. grein – Aðalfundir deilda
- Aðalfundir deilda fara með æðsta vald í málefnum þeirra, næst á eftir aðalfundi félags og aðalstjórn.
- Hver deild skal halda aðalfund fyir miðjan febrúar ár hvert.
- Boðað skal til aðalfundar með sjö daga fyrirvara í staðarmiðlum.
- Aðalfundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað.
- Félagaskrá skal liggja frammi, aðgengileg fundarmönnum og fundarstjóra.
- Fundir deilda eru opnir en rétt til atkvæðagreiðslu hafa þeir sem eru á félagsskrá samkvæmt 5.grein þessara laga og verða 18 ára á fundarárinu.
- Kjörgengir til trúnaðarstarfa deilda eru félagsmenn Sindra.
- Dagskrá aðalfundar deildanna skal vera:
- Kosinn fundarstjóri og ritari
- Lögð fram skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár.
- Lagðir fram endurskoðaðir reikningar til umræðu og afgreiðslu til aðalstjórnar félags
- Kosningar
- Þriggja manna stjórn sem skiptir með sér verkum formanns, ritara og gjaldkera
- Önnur mál.
- Á aðalfundi skal einfaldur meirihluti greiddra atkvæða ráða niðurstöðu.
- Heimilt er að sameina aðalfundi deilda ef þær þess óska.
- Vanræki deild að halda aðalfund á tilsettum tíma skal aðalstjórn félagsins boða til fundarins og sjá um framkvæmd hans.
13. grein – Aukaaðalfundir deilda
- Aukaaðalfund deildar skal halda ef aðalstjórn eða deildarstjórn telur þess þörf. Aukaaðalfundur er lögmætur, ef til hans er boðað samkvæmt ákvæðum 12.grein þessara laga.
14. grein – Stjórnir deilda
- Stjórnir deilda fara með daglegan rekstur deilda milli aðalfunda og hafa ákvörðunarvald í málefnum deildarinnar. Stjórnir deilda bera ábyrgð á því gagnvart aðalstjórn að rekstur og fjárreiður séu í samræmi við lög félagsins og landslög.
- Hver deild skal hafa þriggja manna stjórn að lágmarki; formann, ritara og gjaldkera.
- Enginn einstaklingur getur gegnt meira en einu af ofangreindum embættum á sama tíma.
- Stjórnir deilda skulu eftir föngum ráða faglærða þjálfara og ákveða laun þeirra. Við ráðningu þjálfara til yngri flokka skulu deildir hafa til hliðsjónar stefnuyfirlýsingu Íþrótta- og ólympíusambands Íslands um þjálfaramenntun.
- Stjórn deildar samþykkir æfingagjöld deildar. Æfingagjöld skulu staðfest af aðalstjórn.
- Stjórnir deilda skulu fyrir sitt leyti samþykkja fjárhagsáætlanir næsta almanaksár og leggja fram til aðalstjórnar fyrir lok nóvember ár hvert. Skili deild ekki fjárhagsáætlun hefur aðalstjórn heimild til að stöðva styrki til deildarinnar.
- Aðalstjórn er heimilt að leggja fyrir stjórn deildar að skila uppgjöri ársfjórðungslega telji aðalstjórn ástæðu til.
- Brjóti stjórn deildar alvarlega gegn skyldum sínum samkvæmt lögum þessum eða í ljós koma alvarlegir misbrestir í starfi deildar er aðalstjórn skylt að beina áskorun til stjórnar deildar um tafarlaustar úrbætur á því sem aflaga hefur farið. Bregðist stjórn deildar ekki við skriflegri áskorun aðalstjórnar um úrbætur með fullnægjandi hætti innan 14 daga getur aðalstjórn vikið stjórn deildar til hliðar og tekið yfir rekstur deildar til bráðabirgða. Þá skal aðalstjórn efna til aukaaðalfundar eins fljótt og við verður komið og ekki síðar en innan tveggja mánaða frá því aðastjórn vék deildarstjórn til hliðar. Áskorun um úrbætur samkvæmt grein þessari telst löglega afhent þegar hún hefur verið birt tveimur stjórnarmönnum deildar með sannanlegum hætti.
15. grein – yngri flokka ráð
- Sé umfang deilda það mikið að útséð er að þriggja manna stjórn geti haldið utan um það er leyfilegt að stofna yngri flokka ráð. Tilkynna skal stofnun slíks ráðs til aðalstjórnar.
- Gilda sömu reglur eins og um deildir sjá 10. og 14.grein.
- Yngri flokka ráð skilar ársskýrlu og reikningi með viðkomandi deild. Formaður yngri flokka ráðs kemur inn í aðalstjórn.
16. grein – Niðurlagning félagsins
1) Tillögur um að leggja félagið niður má aðeins taka fyrir á lögmætum aðalfundi.
- Tillaga um að leggja félagið niður skal koma fram í fundarboði.
- Til samþykktar þess að leggja félagið niður þarf minnst 4/5 hluta atkvæða.
- Sé samþykkt að leggja félagið niður, skal boða til aukaaðalfundar til að staðfesta niðurstöðuna.
- Sé félag lagt niður skulu hugsanlegar eignir þess renna til ungmennasambandsins Úlfljóts.
17. grein – Gildistaka
Lög þessi öðlast þegar gildi og falla þar með úr gildi öll fyrri lög félagsins.
15.mars 2023