sierre leon

Abdul Bangura er leikmaður í Knattspyrnu hjá Ungmennafélaginu Sindra. Hann er frá Sierre Leon og um jólin mun hann fara heim til fjölskyldu sinnar og hann langar virkilega að styðja við unga íþróttakrakka í Sierre Leon. Þess vegna óskum við eftir aðstoð íbúanna á Höfn að styðja við verkefnið og hjálpa okkur að endurnýta íþróttaföt. Ef einhver heimili á Höfn eiga íþróttaföt eða íþróttaskó sem eru ekki í notkun er tilvalið að koma með þá niður í Heklu og gefa þá til söfnunarinnar. Söfnunin stendur yfir til 15. desember.

 

Við vonum að íbúar á Höfn taki vel í þetta verkefni og við hjálpumst að að dreyfa jólaandanum til Sierre Leon!