Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs

Hverjir geta leitað til samskiptaráðgjafa?

Starfssvið samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs nær til allrar skipulagðrar starfsemi íþrótta og æskulýðssamtaka sem starfa á grundvelli æskulýðslaga og aðila sem gera samning við Mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Það þýðir að allir sem sækja skipulagðar æfingar eða félagsstarf á landinu geta leitað til samskiptaráðgjafa varðandi einelti eða ofbeldi sem þeir telja sig hafa orðið fyrir í sínu íþrótta- eða æskulýðsstarfi

Aðstoðin er þér að kostnaðarlausu

Engin greiðsla er tekin fyrir þjónustu samskiptaráðgjafa. Þeir sem telja sig hafa orðið fyrir ofbeldi eða einelti í sínu íþrótta- og æskulýðsstarfi eða eru ekki vissir og vilja fá ráðgjöf varðandi slík mál, geta haft samband við samskiptaráðgjafa í netfangi  sigurbjorg@dmg.is eða hringt í síma 839-9100.