Kiwanis styrkir kaup á íþróttagleraugum fyrir börn

  • Post category:Fréttir

Kiwanis klúbburinn Ós hefur ákveðið að styrkja Grunnskólabörn á Hornafirði sem stunda skipulagða íþróttastarfssemi um íþróttagleraugu.

Reglur vegna styrks til kaupa á íþróttagleraugum fyrir börn.

Umsóknareyðublað mun verða hjá Sindraskrifstofu og hjá Kiwanis klúbbnum en styrkirnir eru allt að 25.000- kr. á hvert barn á 4 ára fresti á grunnskóla aldri, það er eðlileg endurnýjun vegna vaxtar.

Styrkurinn er skilyrtur því að gleraugun séu öryggis gleraugu með öryggisgleri og þola hnjask, að viðkomandi barn ástundi einverja íþrótt innan ÍSÍ, það skal vera staðfest af þjálfara eða fulltrúa  íþróttafélags.

Þegar umsókninni er skilað til forseta Ós (netfang os@kiwanis.is) er gefið út og afhent gjafabréf í nafni barnsins, sem er ávísun á greiðslu frá Kiwanis klúbbum Ós og afhendist gleraugna versluninni sem síðan fær það greitt frá Kiwanis klúbbnum.

Ós hefur haft samband við ákveðnar verslanir, en þó er styrkurinn ekki bundinn við þær, en hafa ber í huga að ef nota skal gjafabréfið í öðrum verslunum að spyrja viðkomandi verslun hvort hún taki þetta gjafabréf gilt áður en gengið er frá viðskiptunum.

Verslanirnar sem Kiwanis klúbburinn Ós hefur rætt við og taka örugglega við gjafabréfinu sem greiðslu eru:

Klassík, 700 Egilsstöðum, 471-2020, þau koma hingað þegar augnlæknir kemur á Höfn.

Plusminus Optic, Smáralind, 517 0317, þar er einnig 15% afsláttur af gleraugna kaupunum.

Umsókn v. gleraugna

Ungmennafélagið Sindri vill þakka Kiwanis klúbbnum fyrir þetta flotta framtak og hvetur foreldra til þess að kynna sér reglurnar vegna styrksins.