Gengið til góðs á morgun.

  • Post category:Fréttir

Laugardaginn 18.maí ætla Yngri flokkarnir í fótbolta að tína rusl upp í Lóni í kringum urðunarsvæðið í fjáröflunarskyni.

Okkur vantar vaska sveit krakka og foreldra.

Mæting kl 10 við íþróttahús þar sem sameinast verður í bíla. Þetta er léttur göngutúr með ruslapoka og ætti ekki að taka meira en svona 2 tíma.

Allir hvattir til að mæta og láta gott af sér leiða.

 

Yngriflokkaráð