Nýtt tungl-Vetrartungl

Vetrartungl nefnist það nýtt tungl, það er fæðing þess tunglmánaðar sem er tveim tunglmánuðum á undan Jólatungli.

Um heiti nýrra tungla hafa þó ríkt ýmsar reglur og hefðir í gegnum aldirnar og ein þeirra var að Vetrartungl væri það tungl sem er á lofti á Allraheilagramessu en í Almanökum í dag er almennt ekki notast við þá reglu heldur Vetrartunglið miðað við Jólatunglið.

Ef þessari eldri reglu væri fylgt ætti Vetrartunglið árið 2021 að vera einum tunglmánuði fyrr þar sem Allraheilagramessa er þremur dögum fyrr eða þann 1. nóvember líkt og ætíð.

Árið 2021 kviknar Vetrartunglið klukkan 21:15 þann 4. nóvember miðað við þá reglu sem notuð er í dag og eru þá tveir tunglmánuðir í Jólatunglið. Er það tæplega tvem vikum eftir Fyrsta vetrardag og upphaf vetrarmisseris en það kviknar alltaf í kringum komu vetrar eins og nafn þess ber með sér.

▶︎ Nánar um Vetrartungl og nöfn tungla misseristalsins á vef Almanaks Háskólans undir Orðskýringar

Date

nóv 04 2021
Expired!

Time

00:00 - 23:55