Jónsmessunótt

Jónsmessunótt er sú nótt kölluð sem er aðfararnótt Jónsmessu þann 24. júní. Víðast hvar er Jónsmessu fagnað í Evrópu og víðar sem miðsumarshátíð og þá haldin ýmist á Sólstöðum þann 21. eða dagana þar á eftir til 24. júní. Mest þó í Norður-Evrópu og oftast þá kvöldið eða nóttina áður samanber leikrit Shakespeares, A Midsummer Night’s Dream sem í íslenskri þýðingu nefnist Draumur á Jónsmessunótt

Þá tíðkuðust og tíðkast víða enn miklar veislur brennur og dansleikir sem oftast tengdust ýmsum yfirnáttúrlegum verum, nornum, draugum og púkum enda talið að þessa nótt væru skil milli heima minni en flestar aðrar nætur og því meiri líkur á því að hitta fyrir hverskyns handanheims verur. Víða eru miðsumarshátíðir með stærri hátíðum í viðkomandi löndum til dæmis Svíþjóð.

Trú og venjur á Jónsmessunótt á Íslandi var ekki alveg sama trúin á mikil drauga eða nornalæti kanski vegna þess að þær verur þola illa dagsins ljós og þessi nótt nær dagsbjört og því ekki neitt myrkur til að hræðast hvað leynst gæti í nóttinni.

Þó þótti Jónsmessunótt ein af fjórum mögnuðustu nóttum ársins ásamt jólanótt, nýjársnótt og þrettándanótt en allar þessar nætur eru nálægt Sólstöðum. Margur af þeim átrúnaði sem þessum nóttum tengist var hinn sami eins og að þær væru góðar til útisetu á krossgötum, kýr tali og selir fari úr hömum sínum.

▶︎ Nánar um Jónsmessunótt á Íslenska Almanaksvefnum

▶︎ Nánar um Jónsmessu á Íslenska Almanaksvefnum

Date

jún 23 - 24 2011
Expired!

Time

00:00 - 23:55