Askasleikir
Um hann kvað Jóhannes úr Kötlum
Sá sjötti Askasleikir,
var alveg dæmalaus.-
Hann fram undan rúmunum
rak sinn ljóta haus.
Þegar fólkið setti askana
fyrir kött og hund,
hann slunginn var að ná þeim
og sleikja á ýmsa lund.
▶︎ Nánar um Askasleikir á Íslenska Almanaksvefnum
▶︎ Nánar um Íslensku Jólasveinana á Íslenska Almanaksvefnum