ᛉ Mörsugur byrjar
Mörsugur er 3. mánuður vetrarmisseris og hefst ætíð á miðvikudegi í 9. viku vetrar á bilinu 20. til 27. desember um Vetrarsólstöður, sem ætíð eru innan þessara dagamarka sem og Kristsmessa, hinum Kristnu Jólum þann 25. desember.
Er hann því öndverður við Sólmánuð 3. mánuð sumarmisseris sem hefst ætíð á mánudegi í 9. viku sumars í kringum Sumarsólstöður og Jónsmessu milli 18. til 24. júní en Jónsmessan þann 24. júní er forn sólstöðuhátíð líkt og hin Kristnu Jól.
Hvergi er til skráð skýring á nafninu Mörsugur og ekki kemur öllum saman um hvernig beri að skilja það. Nokk víst er að það er samsett úr orðunum mör-, fita og sugur, það að sjúga. Þannig skilið er nafnið þá að sjúga mör eða fitu.
▶︎ Nánar um Mörsug á Íslenska Almanaksvefnum