🧟‍♀️🧟‍♂️ Öskudagur

Öskudagur er í Vestrænni kristni fyrsti dagur Lönguföstu sem hefst 7. viku fyrir Páska og getur hann verið á bilinu 4. febrúar til 10. mars.

Dagurinn hefur lengi verið mikilvægur í Kaþólska kirkjuárinu og nafnið á rætur í þeim sið að ösku af brenndum pálmagreinum frá árinu áður var dreift yfir höfuð iðrandi kirkjugesta þennan dag.

Nafnið Öskudagur kemur fyrir í Íslenskum handritum frá 14. öld og leiða má líkum að því að það sé enn eldra.

Þótt hátíðleiki Öskudagsins hafi minnkað og nánast horfið hér á landi við Siðaskiptin hélt fólk áfram að gera sér dagamun síðustu dagana fyrir Lönguföstu og hér hafa þróast ýmsir siðir kringum Bolludag, Sprengidag og Öskudag.

Sú hefð tengd Öskudeginum sem ekki finnst annars staðar en á Íslandi er að hengja öskupoka á fólk.

Þessi siður hefur þó nær alveg horfið og við tekið sá siður að börn gangi í grímubúningum í búðir og fyrirtæki og syngi til að fá sælgæti, litlar gjafir eða annað góðgæti. Svipar sá siður til Bandarísku Hrekkjavöku hefðarinnar.

▶︎ Nánar um Öskudag á Íslenska Almanaksvefnum

Date

feb 17 2021
Expired!

Time

00:00 - 23:55