🧙‍♀️🔥🧟‍♂️ Þrettándinn

Þrettándinn þann 6. janúar og er stytting á Þrettándi dagur Jóla og almennt kallaður Síðasti dagur Jóla. Táknrænt því til staðfestingar heldur Kertasníkir síðastur Jólasveina úr byggð til fjalla og Jólunum þá formlega lokið það árið og í alþýðumáli var oft kallað að Rota Jólin þegar upp á hann var haldið.

Eftir tímatalsbreytinguna árið 1700 munaði ekki miklu að hann bæri upp á sama dag og Jólin hefðu annars byrjað samkvæmt gamla Júlíanska tímatalinu sem var notað fyrir tímatalsbreytinguna en með henni lagt af.

Íslendingar undu því illa að færa Jólin til með þessari tímatalsbreytingu og var til dæmis í fyrsta almanakinu eftir hana sem Jón Árnason Skálholtsbiskup gaf út 1707 sjö árum eftir breytinguna merkt við 5. janúar sem Jóladagurinn gamli og var hann alveg fram að 1900 kallaður Gömlu Jólin.

Þrettándinn var einnig stundum nefndur og notaður sem varajól því ef veður eða eitthvert annað hamlaði því að hægt væri að halda Jólin þann 25. desember voru þau færð yfir á Þrettándann og hann þannig til vara þegar svo stóð á. Þó var algengara að færa áramótagleði yfir á Þrettándann ef veður hamlaði þeirri gleði.

Upphaflega hét hann Opinberunarhátíð meðal Rómarkirkjunnar og hefur í gegnum tíðina verið tengdur ýmsum kristnum trúaratburðum. Meðal annars var hann talin fæðingardagur Krists áður en sú trú fluttist yfir á 25. desember sem segja má að loði við hann þar sem Austurkirkjan heldur sín Jól á þessum degi en það kemur líka til að því að Austurkirkjan breytti ekki Kirkjualmanaki sínu við tímatalsbreytinguna heldur miðar það en við hið Júlíanska tímatal sem einnig er nefnt Gamli siður til aðgreiningar frá því Gregoríska sem nefnt er Nýi siður.

▶︎ Nánar um Þrettándann á Íslenska Almanaksvefnum

  • 00

    days

  • 00

    hours

  • 00

    minutes

  • 00

    seconds

Date

jan 06 2025