🧔 Bóndadagur
Bóndadagur nefnist fyrsti dagur Þorra. Takmarkaðar heimildir eru til um þennan dag og siði honum tengdum og því erfitt að ráða í aldur hans og hverju hann tengdist.
Ein elsta heimild sem við höfum kemur fram í bréfi Jóns Halldórssonar í Hítardal (f. 1665) til Árna Magnússonar frá árinu 1728 að sú hefð sé meðal almennings að húsmóðirin færi út kvöldið áður og bjóði Þorrann velkomin og inn í bæ eins og um tignan gest væri að ræða.
Núna hefur sú hefð komist á að konur gefi bónda sínum blóm á þessum degi. Líkt og að menn gefa konu sinni blóm á Konudaginn fyrsta dag Góu.
▶︎ Nánar um Bóndadag á Íslenska Almanaksvefnum
▶︎ Nánar um Konudag á Íslenska Almanaksvefnum