🥩 Sprengidagur

Sprengidagur er þriðjudagurinn á milli Bolludags á mánudegi og Öskudags á miðvikudegi.

Ásamt sunnudeginum og Bolludeginum kallast þeir þrír Föstuinngangur fyrir Lönguföstu en Langafasta hefst með Öskudagi í 7. viku fyrir Páska.

Sprengidag getur borið upp á 3. febrúar til 9. mars, allt eftir því hvenær Páskarnir eru.

Sprengidagur er því upprunalega kristin hátíðisdagur tengdur Páskum þótt ekkert sé eftir af neinu trúarlegu tengt þessum degi í dag nema að upp á hvaða mánaðardag hann lendir er reiknað út frá Páskunum.

Kjöt þótti í Kaþólskum sið ekki við hæfi Föstuinngangsdagana tvo fyrir Lönguföstu (mánudag og þriðjudag) og voru því oft miklar Kjötkveðjuhátíðir sunnudaginn eða sunnudagskvöldið þar á undan.

Kjötveislan kann við Siðaskiptin að hafa flust frá sunnudagskvöldinu yfir á þriðjudaginn. Víða um hinn kristna heim er haldið upp á þennan dag og hann oft nefndur Mardi gras, sem er franska og þýðir Feiti þriðjudagur á ensku Fat Tuesday.

▶︎ Nánar um Sprengidag á Íslenska Almanaksvefnum

Date

feb 16 2021
Expired!

Time

00:00 - 23:55