🙋♂️ Feðradagurinn
Feðradagurinn er haldinn hátíðlegur á Íslandi annan sunnudag í nóvember ár hvert og var haldinn fyrst 14. nóvember 2006.
Að heiðra feður á ákveðnum degi á sér langa sögu meðal kaþólskra landa í Evrópu sem halda upp á hann þann 19. mars á Degi heilags Jósefs og hafa gert það allt frá miðöldum.
Að halda upp á feðradaginn í sinni núverandi mynd komst líkt og með mæðradaginn samt ekki á fyrr en á 20. öld og hefur smám saman breiðst út meðal margra ríkja heims. Þó er ekki alls staðar haldið upp á hann á sama degi en oftast þó í mars, apríl eða júní. Í Bandaríkjunum er hann haldinn þriðja sunnudag í júní og mörg lönd í Evrópu hafa tekið upp þann sið.
Mæðradeginum hefur verið fagnað á Íslandi lengur eða allt síðan 1934 og er haldið upp á hann annan sunnudag í maí.
▶︎ Nánar um Feðradaginn á Íslenska Almanaksvefnum
▶︎ Nánar um Mæðradaginn á Íslenska Almanaksvefnum