👥 Vinnuhjúaskildagi

Vinnuhjúaskildagi þann 14. maí ár hvert var áður fyrr sá dagur ársins sem ráðning eða ársvist vinnufólks miðaðist við. 

Hann var upphaflega 3. maí á Krossmessu á vor en þegar tímatalsbreytingin var gerð árið 1700 og teknir voru 11 dagar úr árinu færðist hann frá 3. til 14. maí.

Tilflutningurinn til 14. maí virðist líka hafa hentað betur sem vistaskiptadagur þar sem sjósókn og fiskverkun voru farin að skipta æ meira máli á þessum tíma og 14. maí passaði betur upp á vertíðir.

Sú kvöð var áður fyrr að allir karlar og konur sem ekki áttu eða réðu á annan hátt yfir eigin búi urðu að vera vinnuhjú á heimili einhvers annars. Venjan var að ráða sig í vinnu eitt ár í senn og mátti síðan eingöngu skipta um vinna á Vinnuhjúaskildagi. 

Lög um þessa tilhögun það er að fólk væri nauðugt til þess að þurfa að vera í vist hjá einhverjum öðrum og mega ekki skipta um hana nema einn ákveðinn dag á ári var það sem kallaðist vistarband og var fólki refsað fyrir að fylgja ekki þessum lögum. 

Fyrir tíma Vinnuhjúaskildagi miðuðust þessi vistaskipti vinnandi fólks við Fardaga eða þá daga sem fólk skildi flytjast búferlum af einni jörð á aðra og átti það fyrst og fremst um leiguliða.

Fardagar voru enn fremur viðmiðun í ýmsum viðskiptum og réttarathöfnum einkum innheimtu og var fardagaárið almennt reikningsár til dæmis í landbúnaði allt fram á 20. öld.

Eins var með Vinnuhjúaskildagi eftir að hann var fluttur af Fardögum að mikið var við hann miðað í ýmsum viðskiptum og almennum samningum.

▶︎ Nánar um Vinnuhjúaskildag á Íslenska Almanaksvefnum

▶︎ Nánar um Krossmessa á vori á Íslenska Almanaksvefnum

▶︎ Nánar um Fardaga á Íslenska Almanaksvefnum

Date

maí 14 - 15 2012
Expired!

Time

00:00 - 23:55