👥 Fardagar


Fardagar voru þeir dagar sem fólk skyldi flytja búferlum af einni jörð á aðra og átti það fyrst og fremst við um leiguliða. Voru þeir fjórir frá fimmtudegi í sjöundu viku sumars sem getur lent á 31. maí til 6. júní í Nýja stíl og lauk þeim með sunnudegi.

Ekki er vitað hvenær þessi siður var fyrst tekin upp en svo gömul er þessi hefð að Fardagar eru nefndir í fornritum og voru ekki bara bundnir við Ísland.

Framanaf voru Fardagar einnig vistaskiptadagur vinnufólks áður en þau voru færð yfir á Krossmessu á vor þann 3. maí og síðar við tímatals breytinguna árið 1700 til 14. maí og sá dagur réttnefndur Vinnuhjúaskildagi.

Fardagar voru ennfremur viðmiðun í ýmsum viðskiptum og réttarathöfnum. Einkum innheimtu og lifði sú hefð svo lengi að fardagaárið var almennt reikningsár í landbúnaði allt fram á 20. öld. 

Eins var með Vinnuhjúaskildagi eftir að hann var fluttur af Fardögum að mikið var við hann miðað í ýmsum viðskiptum og almennum samningum.

▶︎ Nánar um Fardaga á Íslenska Almanaksvefnum

▶︎ Nánar um Vinnuhjúaskildagi á Íslenska Almanaksvefnum

Date

jún 03 - 06 2021
Expired!

Time

00:00 - 23:55