🐑 Eldadagur

Eldadagur þann 6. október dregur nafn sitt af því að þann dag skyldi taka við fóðrafé því sem leiguliðum eða sóknarbörnum bar að hafa í eldi fyrir jarðeigendur og presta um veturinn og skila því síðan að vori á Eldaskiladegi þann 10. maí ár hvert.

Elstu heimildir um þessa daga og svokölluð prestlömb sem oft voru einnig kölluð heytollur eru frá fyrri hluta 18. aldar en sennilegt er þessi siður og dagar séu þó eldri.

Þjóðtrú var að til þess að vita á haustin hvort fé er feigt skildi taka jökulvatn og hella yfir það. Ef það hristir sig ekki þá var það feigt.

▶︎ Nánar um Eldaskildagi og Eldadag á Íslenska Almanaksvefnum

  • 00

    days

  • 00

    hours

  • 00

    minutes

  • 00

    seconds

Date

okt 06 - 07 2029

Time

00:00 - 23:55