🏕 Frídagur verslunarmanna


Frídagur verslunarmanna er haldinn fyrsta mánudag í ágúst ár hvert og ber því ekki alltaf upp á sama mánaðardag.

Upphaflega var Frídegi verslunarmanna komið á af Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur og hann ætlaður starfsfólki verslana að danskri fyrirmynd en þá var ekki gert ráð fyrir neinu sérstöku orlofi starfsfólks.

Þar sem Frídagur verslunarmanna fellur á mánudag eftir helgi verður til löng þriggja daga helgi á þeim tíma sumars sem búast má við sem bestu veðri og sú helgi kölluð Verslunarmannahelgin eftir Frídegi verslunarmanna. Mikinn hluta 20. aldar varð þessi helgi því að einni mestu ferðahelgi ársins og ýmsar hátíðardagskrár víða um land voru felldar saman við hana.

Þessi þróun gerði það smám saman að verkum að Frídagur verslunarmanna breyttist úr því að vera frídagur einnar starfsstéttar yfir í að vera almennur frídagur en það var gert um miðja 20. öld að hann var lögfestur sem almennur frídagur.

▶︎ Nánar um Frídag verslunarmanna á Íslenska Almanaksvefnum

▶︎ Nánar um Verslunarmannahelgina á Íslenska Almanaksvefnum

Date

ágú 02 2021
Expired!

Time

00:00 - 23:55