🎉 Nýársdagur
Nýársdagur er þann 1. janúar ár hvert. Einnig nefndur Áttidagur eða Áttadagur í fornum ritum sökum þess að 1. janúar er Áttundi dagur Jóla að þeim báðum meðtöldum og áður fyrr var mjög oft haldið upp á þá daga sem voru 8 dögum síðar en stærri hátíðir og þeir dagar iðurlega þá hátíðisdagar sjálfir.
Í Vestrænni menningu er 1. janúar Áramót og fyrsti dagur nýs almanaksárs Gregoríska tímatalsins sem við notum í dag líkt og flestar þjóðir heims.
Mjög breytilegt er þó og hefur verið um heim allan hvenær haldið er upp á Áramót. Sem dæmi má nefna að Kínverjar halda Áramót sem lúta allt öðrum reglum en hér á Vesturlöndum og einnig í Íslamska tímatalinu sem er annað en hið Gregoríska.
Hér á landi er Nýársdagur Lögbundinn almennur frídagur og Opinber Fánadagur.
▶︎ Nánar um Nýársdag á Íslenska Almanaksvefnum
▶︎ Nánar um Frídaga á Íslandi á Íslenska Almanaksvefnum
▶︎ Nánar um Opinbera Íslenska Fánadaga á Íslenska Almanaksvefnum