🎁 Aðfangadagur Jóla

Aðfangadagur eða Aðfangadagur Jóla er hátíðardagur í kristinni trú haldinn árlega þann 24. desember.

Orðið Aðfangadagur mun að líkindum vera þýðing á gríska orðinu parasceve sem þýðir undirbúningur og var notað um föstudaginn fyrir Páskahelgina það er Föstudaginn langa. Núorðið er Aðfangadagur nær eingöngu notað um dagurinn fyrir Jóladag þann 24. desember og því nefndur svo. Aðfangadagur Páska og Aðfangadagur Hvítasunnu voru einnig áður fyrr nöfn á laugardögunum fyrir þá helgidaga.

Samkvæmt Hátíðadagatali Íslensku Þjóðkirkjunnar er Aðfangadagur Jóla ekki sérstakur hátíðisdagur. Hann markar lok Aðventu eða Jólaföstu og kl. 18.00 á Aðfangadag hefst Jóladagur.

Ástæðan fyrir þessu er að í stað þess að miða upphaf dags við sólarlag eins og Gyðingar gerðu fastsettu kristnir menn upphaf daga við miðaftann og lifir það enn í Hátíðadagatalinu. Þessum sið fylgja Íslendingar enn hvað Jólin snertir þótt almennt sé ekki notast við þetta miðaftansviðmið hvað aðra hátíðisdaga varðar nema Nýjársdag, það er að kl. 18:00 á Gamlársdag hefst hátíðleiki Nýárs.

Þetta er ástæða þess að í helgi- og frídagaalmanakinu eru þessir tveir dagar, það er Aðfangadagur og Gamlársdagur aðeins frídagar til hálfs það er frá miðaftan en ekki eiginlegir hátíðisdagar sjálfir. Því tölum við oftast um Aðfangadagskvöld og Gamlárskvöld sérstaklega á meðan við notum ekki þetta kvöld viðskeyti við aðra helgi og frídaga.

▶︎ Nánar um Aðfangadag Jóla á Íslenska Almanaksvefnum

▶︎ Nánar um Frídaga á Íslandi á Íslenska Almanaksvefnum

  • 00

    days

  • 00

    hours

  • 00

    minutes

  • 00

    seconds

Date

des 24 - 25 2029

Time

00:00 - 23:55