🌙 Aukanætur

Aukanætur hefjast ætíð á miðvikudegi í 13. viku sumars á bilinu 18. til 24. júlí.

Þær eru fjórir og er þeim skotið inn í sumarmisseri á eftir Sólmánuði og undan Heyönnum til að fá samræmi milli mánaðatalsins og viknatalsins í árinu því vetrarmisseri er talið í mánuðum en sumarmisseri í vikum.

Hvort misseri Íslenska misseristalsins er talið í sex 30 daga mánuðum samtals 12 mánuðir eða 360 dagar. Til þess að þessi aðferð við tímatalsreikning misseristalsins gangi upp og réttari dagafjöldi sé í árinu vantar minnst 5 daga upp á.

Eru það þessar fjórar Aukanætur og draga þær nafn sitt af því, auk Veturnótta í lok sumars og urðu þá þessi tvö misseri samtals 365 dagar þrátt fyrir að allir mánuðirnir væru hafðir jafn langir taldir í dögum því þessir innskotsdagar tilheyrðu ekki neinum mánuði.

Á móti eru því nokkrar vikur ekki 7 daga vikur til þess að mánaða og vikutalið stemmi við það að sumarmisseri hefjist ætíð á fimmtudegi en vetrarmisseri á laugardegi og því eru misserin ekki heldur nákvæmlega jafn margir dagar.

En þar sem við notum ekki í dag þennan tímatals útreikning og teljum ævinlega allar vikur jafn langar eða 7 daga þá hefjast Heyannir á sunnudegi samkvæmt núverandi vikutali en í vikutali misseristalsins er fyrsti dagur aukanátta miðvikudagur og þær taldar sem einn vikudagur svo dagurinn á eftir honum er því talinn sem fimmtudagur. Því hefjast Heyannir á fimmtudegi samkvæmt þessari aðferð en vikan þar á undan verður þá lengri en 7 dagar svo allt gangi þetta nú upp.

Líku er farið með síðustu viku sumars þar sem Veturnóttum er bætt við þá viku að hún verður lengri en sjö daga vika. Aftur á móti verður síðasta vika vetrar þar sem mánuðir vetrarmisseris hefjast ætíð á laugardegi styttri eða aðeins 5 dagar þar sem fyrsti mánuður sumarmisseris, Harpa með Sumardeginum fyrsta hefst ætíð á fimmtudegi eins og allir aðrir mánuðir sumarmisseris.

Með þessum hætti verður sá munur að reikna hvort misseri fyrir sig með ólíkum hætti réttur af svo þau passi saman og saman gefi þau sem réttasta mynd af heilu sólári.

Þó er engin hlaupárs reikningur í þessum útreikningi svo til viðbótar er á 5 til 6 ára fresti skotið inn aukaviku á undan aukanóttum, svokölluðum Sumarauka, sem réttir þá af þá smá skekkju sem verður til á hverju ári.

Í dag er því einnig þannig farið að frá hverju hlaupári til þess næsta skekkist hvert ár miðað við nákvæmt sólár en er svo rétt af með næsta hlaupári. Þó dugir það ekki til svo að aðeins þau aldamótaár sem eru deilanleg með fjórum er hlaupár því til viðbótar.

Misseristalið hefur einnig sína aðferð til þess að rétta af þá skekkju því af og til þótt sjaldan sé er sumarauka skotið inn á sjöunda ári í stað fimmta eða sjötta, þó gerist það ekki nema á 400 ára fresti. Bak við þetta liggur rímreikningur sem ekki verður farið nánar út í hér enda þurfti flókin útreikning til þess að ná eins nákvæmu tímatali eins og Íslenska misseristalið er. En talið er að á 12. öld hafi það líklega verið það tímatal af þeim sem þá voru í notkun sem var næst því að vera rétt miðað við rétt sólár, einnig nefnt hvarfár, sem er sá tími sem það tekur jörðina að fara einn hring í kringum sólina.

Til þess að sína hve erfitt það var að setja saman rétt tímatal áðurfyrr og misseristalið því ótrúlega nákvæm völundarsmíð þá tekur það jörðina 365 meðalsólarhringa (daga), 5 klukkustundir, 48 mínútur og 45 sekúndur eða 365,242190419 daga að fara einn hring um sólu.

▶︎ Nánar um Aukanætur á Íslenska Almanaksvefnum

Date

júl 21 - 24 2021
Expired!

Time

00:00 - 23:55