🌑 Nýtt tungl-Páskatungl


Páskatungl nefnist það nýtt tungl, það er fæðing þess tunglmánaðar sem inniheldur Páskadag.


Reglan um hvenær Páskadagur er ár hvert er í sinni einföldustu mynd;

„að hann er fyrsta sunnudag eftir fyrsta tunglfyllingardag þess tunglmánaðar, það er þess tunglmánaðar sem hefst með Páskatunglinu, frá og með 21.mars.

Þessi regla er ástæða þess að Páskadagur sem og allir hátíðis– og tyllidagar sem reiknaðir eru út frá Páskadegi eru kallaða hræranlegar hátíðir, það er eiga sér breytilegar dagsetningar frá ári til árs þótt þær séu allar í innbyrðis samræmi þar sem þær eru allar reiknaðar út í sama daga eða vikufjölda frá Páskadegi ár hvert, sama hvort það á við um Öskudag í upphafi Lönguföstu eða Hvítasunnudag.

Þó er þessi regla ekki alveg svona einföld þótt það sé sjaldan sem hún ekki stenst orðuð í svo stuttu máli en nánar er hægt að lesa ýtarlega um útreikning Páskatunglsinn í grein eftir Þorstein Sæmundsson á vef Almanaks Háskólans sem vísað er til hér að neðan.

Árið 2021 kviknar Páskatunglið kl. 10:21 þann 13. mars og fyrsta fulla tunglið eftir það sunnudaginn 28. mars kl. 18:48. Þar sem sú tunglfylling lendir á sunnudegi er Páskadagur því næsta sunnudag þar á eftir eða 4. apríl þetta árið.

▶︎ Nánar um Páskatungl á Íslenska Almanaksvefnum

▶︎ Nánar um Páskatungl á vef Almanaks Háskóla Íslands

▶︎ Nánar um Páskatungl og nöfn tungla misseristalsins á vef Almanaks Háskólans undir Orðskýringar

Date

mar 13 2021
Expired!

Time

00:00 - 23:55