🌑 Nýtt tung-Þorratungl

Þorratungl nefnist það nýtt tungl sem fæðist tvem tunglmánuðum fyrir Páskatungl.

Árið 2021 fellur það á Geisladag þann 13. janúar og fæðist klukkan 05:00 en Þorrinn gengur í garð rúmri viku síðar þann 22. janúar.

Til er vísa þótt ekki sé hún óbrigðul um hvernig hægt er út frá Þorratunglinu að reikna út Páskatunglið og Páskana

Þá þorratunglið tínætt ert
el ég það lítinn háska:
næsta sunnudag nefna ber
níu víkur til páska

Þorstein Sæmundsson ritstjóri Almanaks Háskólans ritaði grein um þessa vísu, Þorratungl og páskatungl og áreiðanleika hennar við útreiknings á því hvenær Páskar væru. Þar segir hann meðal annars orðrétt um áreiðanleika þessarar vísu:

Reglan sem vísan geymir, um samband þorratungls og páska, hefur þótt býsna áreiðanleg. Algild er hún þó ekki, eins og sannaðist nú síðast á árinu sem leið (1977). [innskot, greinin er skrifuð 1978] Þá átti þorratunglið að kvikna 19. janúar samkvæmt almanakinu; tíu dögum síðar var laugardagur, en sunnudaginn þar á eftir voru tíu vikur til páska en ekki níu.

Í greininn rekur Þorsteinn ýtarlega þessa aðferð við útreikning Páska, áreiðanleika hennar og frávik sem eru ekki svo mörg þegar að er gáð, sem gerir Páska útreikning út frá Þorratungli, notandi aðferð vísunnar ansi skemmtilegan þótt ekki fyrir annað en sjá hvort hann standist það árið. Enda bendir Þorsteinn á að í vísunni stendur, „tel ég það lítinn háska,“ svo vísuhöfundurinn hefur vitað að þessi útreikningur væri ekki óbrigðull.

▶︎ Ofangreind grein Þorsteins um Þorratungl og páskatungl á vef Almanaks Háskóla Íslands

▶︎ Nánar um Þorratungl á Íslenska Almanaksvefnum

▶︎ Nánar um Þorratungl og nöfn tungla misseristalsins á vef Almanaks Háskólans

Date

jan 13 2021
Expired!

Time

00:00 - 23:55