❤️ Valentínusardagur

Valentínusardagurinn einnig nefndur Valentínsdagur er dagur helgaður ástinni sem haldinn er hátíðlegur á messudegi heilags Valentínusar 14. febrúar ár hvert.

Dagurinn á uppruna sinn í Evrópu á 14. öld. Meðal þess sem er hefðbundið að gera þennan dag er að senda sínum heittelskaða/sinni heittelskuðu gjafir á borð við blóm og konfekt og láta Valentínusar kort fylgja með.

Þessar hefðir eiga uppruna sinn í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum en í löndum sem einnig halda upp á þennan dag gilda ýmsar aðrar hefðir og sums staðar er dagurinn helgaður vináttu í stað ástar. Í löndum þar sem ekki er löng hefð fyrir því að halda Valentínusardaginn hátíðlegan hafa Bandarískir siðir gjarnan fylgt þegar sú venja hefur verið tekin upp.

Sumir halda upp á Valentínusardaginn hér á landi en ekki er vitað hvenær það var fyrst gert. Elsta heimildin sem fundist hefur er úr Morgunblaðinu frá 1958:

„…hér á landi fer minna fyrir deginum. Þó hafa blómaverzlanir í Reykjavík til sölu litla blómvendi, sem hnýttir hafa verið í tilefni dagsins.“

Einn siður tengdur þessum degi hafur því verið komin til landsins um miðja 20. öld en smám saman hefur hann náð meiri fótfestu þótt ekki sé almennt mikið tilstand á þessum degi hér á landi.

▶︎ Nánar um Valentínusardag á Íslenska Almanaksvefnum

 • 00

  days

 • 00

  hours

 • 00

  minutes

 • 00

  seconds

Date

feb 14 2025