❄️ Veturnætur

Veturnætur eða Vetrarnætur eru forn tímamót sem haldin voru hátíðleg á Norðurlöndunum áður en Norrænir menn tóku kristni.

Voru hátíðarhöldin haldin í október til að fagna upphafi vetrarmisseris. Sumir hafa talið að þetta gætu hafa verið einhverskonar áramót þótt það sé harla ólíklegt því ekkert bendir til þess að litið hafi verið á misserin tvö sem eina heild sem þá ætti sér bara eitt ákveðið upphaf. Mikið líklegra er að upphafi hvors misseris fyrir sig hafi verið fagnað hvoru á sinn máta og veturnætur hafi verið sú hátíð sem haldin var til að fagna upphafi vetrarmisseris en ekki einhverskonar ári.

Talið er að nafngiftin sé þannig tilkomin að í misseristalinu var sumarmisserið talið í vikum og því síðasti dagur þess á miðvikudegi þar sem Sumardagurinn fyrsti er ætíð á fimmtudegi. Fyrsti vetrardagur er aftur á móti alltaf á laugardegi svo þarna vantaði tvo daga upp á að síðasta vika sumars væri sjö dagar líkt og vikur eru alment heldur varð hún í praxís níu dagar svo misserin pössuðu saman.

Því var tveim dögum skotið inn á milli misseranna tveggja til að rétta af tímatalið og tilheyrðu þessir dagar engum mánuði en voru aðfaranætur vetrar þar sem sumarmisserinu var formlega lokið á miðvikudeginum, síðasta degi Haustmánaðar.

▶︎ Nánar um Veturnætur á Íslenska Almanaksvefnum

Date

okt 21 - 22 2021
Expired!

Time

00:00 - 23:55