❄️ Fyrsti vetrardagur

Fyrsti vetrardagur er fyrsti dagur Gormánaðar fyrsta mánaðar vetrarmisseris.

Hann ber ætíð eins og Gormánaðar sjálfur upp á fyrsta laugardag að lokinni síðust viku sumarmisseris þeirrar 26. eða 27. viku sumars sé um Sumarauka að ræða, á tímabilinu  21. til 27. október nema í rímspillisárum þá þann 28. október

Líkt og Sumardagurinn fyrsti var hann messudagur fram til ársins 1744. Í rímtali Arngríms Jónssonar lærða og Guðbrands Þorlákssonar biskups er Gormánuður kallaður Slátrunarmánuður.

Þó er með það heiti líkt og með flest mánaðanöfnin í Snorra-Eddu ekki um eiginlegt mánaðanafn að ræða heldur lýsing á hvaða verk voru helst unnin í viðkomandi tíð eins og Snorri kallar það eða veðra að vænta.

Vetrarmisseri hefst að aflokinni sláturtíð og því eðlilegt að kalla þá tíð Slátrunarmánuð og eins er síðasti dagur sláturtíðarinnar kallaður Sviðamessa.

Ekki er haldið upp á Fyrsta vetrardag nú til dags ólíkt því að við höldum upp á Sumardaginn fyrsta sem almennan frídag. Þar sem Fyrsti vetrardagur er ævinlega á laugardegi er heldur engin sérstök ástæða til þess að lýsa hann almennan frídag þar sem samkvæmt vinnulöggjöfinni eru laugar-og sunnudagar almennir frídagar þó sunnudagurinn sé hálfu meiri frídagur að minstakosti ef vinna þarf þessa daga skal borga meira fyrir sunnudagsvinnu en laugardagsvinnu. Aftur á móti ber Sumardaginn fyrsta ætíð upp á fimmtudag og hann því virkur dagur, sem að öllu jöfnu er venjulegir vinnudagar en er almennur frídagur samkvæmt frídagalögum.

▶︎ Nánar um Fyrsta vetrardag á Íslenska Almanaksvefnum

▶︎ Nánar um Sumardagurinn fyrsta á Íslenska Almanaksvefnum

▶︎ Nánar um Gormánuð á Íslenska Almanaksvefnum

▶︎ Nánar um Veturnætur á Íslenska Almanaksvefnum

Date

okt 23 2021
Expired!

Time

00:00 - 23:55