✞ Páskadagur

Páskadagur (Dominica Resurrectionis Domini) er fyrsta sunnudag eftir að tungl verður fullt næst eftir Vorjafndægur og er helgi- og hátíðisdagur kristinnar kirkju.

Samkvæmt trúarhefð kristinna manna var það á sunnudeginum á Páskum Gyðinga sem María Magdalena og María móðir Jakobs (Markúsarguðspjall 16. kafli) sáu að Jesús var ekki lengur í gröfinni því að hann hafði risið upp frá dauðum.

Kristnir menn halda þess vegna Páskadaginn sem gleði og fagnaðardag. Jesús lifði þrátt fyrir að hafa verið tekinn af lífi á krossinum og það gerir Páskadag að mestu hátíð kristinna manna og forsendu kristinnar trúar.

Páskadagur er ásamt tvem dögum Dymbilvikunnar fyrir Páskadag, Skírdegi og Föstudeginum langa auk mánudagsins á eftir Öðrum í Páskum, Lögbundinn frídagur og Opinber fánadagur.

▶︎ Nánar um Páskadag á Íslenska Almanaksvefnum

▶︎ Nánar um Frídaga á Íslandi á Íslenska Almanaksvefnum

▶︎ Nánar um Opinbera Íslenska fánadaga á Íslenska Almanaksvefnum

Date

apr 04 2021
Expired!

Time

00:00 - 23:55