✞ Jónsmessa

Jónsmessa er fæðingarhátíð Jóhannesar skírara meðal kristinna og ber upp á 24. júní. Til eru ritaðar heimildir um að skrifa nafn Jóhannesar skírara, Jón eða Jóan skírari eða baptisti og þaðan er heitið Jónsmessa frekar en Jóhannesarmessa komið.

Hún er eini fæðingardagur dýrlings sem haldinn er helgur utan eina af sjö helstu messum Maríu guðsmóður en 8. september er einn þeirra og áætlaður fæðingardagur hennar af kristnum.

Það var á 4. öld sem Rómarkirkjan setti Jónsmessu niður á þennan dag í stað sumarsólstöðuhátíðar sem þeir höfðu haldið á þessum tíma fyrir upptöku kristni í Rómarveldi. En þar sem júlíanska tímatalið sem þeir studdust við var ekki stjarnfræðilega rétt voru sumarsólstöður samkvæmt því þann 24. júní og vetrarsólstöður 24. desember.

Í Lúkasarguðspjalli er sagt að Jóhannes skírari hafi fæðst hálfu ári fyrr en Jesú og skiptu þeir einnig út eldri vetrarsólstöðuhátíð sinni fyrir fæðingarhátíð hans en sú ákvörðun kom á undan ákvörðuninni um dagsetningu Jónsmessunnar sem óhjákvæmilega myndi fylgja vali á fæðingarhátíð Jesú.

Eftir að í ljós kom að tímatalið var ekki rétt reiknað og sólstöður voru raunverulega 21. júní og 21. desember héldu þeir samt í þessar dagsetningar. Er Jónsmessa því í raun sumarsólstöðuhátíð þó stjarnfræðilega skeiki þar þremur dögum sem og fæðingarhátíð Jesús er vetrarsólstöðuhátíð. Hugsunin að baki dagsetningunum og að leggja niður eldri sólstöðuhátíðir í þeirra stað standa því eftir sem áður sem slíkar þótt skeiki um þrjá daga.

Jónsmessa virðist aldrei hafa verið mikil hátíð á Íslandi þótt ætla megi að yfir henni hafi verið mikil helgi í kaþólskum sið og jafnvel lengur. Helgina má mæla í því að milli tuttugu til þrjátíu kirkjur voru helgaðar Jóhannesi skírara einum eða honum ásamt einhverjum öðrum dyrlingi. Jónsmessa var einnig ekki feld niður úr tölu íslenskra helgidaga fyrr en 1770, löngu eftir siðaskipti, sem bendir til þess að yfir deginum hafi ríkt þónokkur helgi langt umfram kaþólskan sið.

Hve ólík hátíð Jónsmessa var á Íslandi er talið að rekja megi til náttúrufarslega aðstæðna og hvenær hentugast var út frá þeim að halda Alþingi.

Á þessum tíma ársins var sauðburði oftast lokið, búið að rýja fé og reka á fjall. Búið að verka tún en sláttur ekki hafinn. Því var þessi tími einmitt hentugasti tími sumars til þess að kasta mæðinni og gera sér glaðan dag. En einmitt þessvega er talið að Alþingi hafi verið sett niður á þessum tíma því þetta var jafnframt sá tími sem flestir gátu komist frá til þess að þinga.

Á þjóðveldistímanum kom þingið saman um miðjan júní og stóð í tvær vikur. Er líklegt þótt ekki séu til af því neinar frásagnir eða ritaðar heimildir að fólk hafi gert sér þar glaðan dag samhliða alvarlegri fundarhöldum á þingstaðnum.

▶︎ Nánar um Jónsmessu á Íslenska Almanaksvefnum

▶︎ Nánar um Jónsmessunótt á Íslenska Almanaksvefnum

▶︎ Nánar um Sólstöður á Íslenska Almanaksvefnum

 • 00

  days

 • 00

  hours

 • 00

  minutes

 • 00

  seconds

Date

jún 24 - 25 2030

Time

00:00 - 23:55