✞ Allrasálnamessa

Tengd Allraheilagramessu er kristna hátíðin Allrasálnamessa sem varð til árið 1000 fyrir áhrif trúarlegrar siðvæðingar sem kennd er við Clunyklaustrið í Frakklandi og var hún sett niður daginn eftir eða 2. nóvember. Var hún einkum ætluð til hjálpar sálum fátækra.

Þetta var á sama tíma og kirkjan á Íslandi var að festast í sessi og þessi áhersla hefur því frá upphafi verið partur af kristnum hugmyndaheimi Íslendinga. Á 17. öld þekkist hátíðin í Íslensku máli undir nöfnunum Sálnadagur og Heilagar sálir en í rímtali 1707 er núverandi heiti komið inn og hefur verið það síðan.

Líkt og áður fyrr horfir Allraheilagramessa til þeirra sem á liðnum öldum og einnig nær í tíma hafa styrkt kristnina, nafnfrægra trúarhetja og dýrlinga einkum meðal Kaþólskra. En á Allrasálnamessu er hugurinn meira bundinn öllum þeim sem við þekktum persónulega og elskum en eru nú fallnir frá. Í Íslensku Þjóðkirkjunni fara þessir dagar orðið saman sem einn væri og beðið er fyrir sálum allra látinna.

▶︎ Nánar um Allraheilagramessu og Allrasálnamessu á Íslenska Almanaksvefnum

  • 00

    days

  • 00

    hours

  • 00

    minutes

  • 00

    seconds

Date

nóv 02 - 03 2029

Time

00:00 - 23:55