✞ Aðventan-Jólafastan byrjar

Aðventa (úr Latínu: Adventus – sem þýðir  „koman“ eða „sá sem kemur“) er í kristni fjórir síðustu sunnudagarnir fyrir Jóladag. Ef Aðfangadag ber upp á sunnudegi verður hann fjórði sunnudagurinn í Aðventu.

Latneska orðið adventus er þýðing á Gríska orðinu parousia sem almennt vísar til endurkomu Krists. Fyrir Kristna skiptist Aðventan því í annarsvegar eftivæntingu eftir Jólunum sem fæðingarhátíð Krists og hinsvegar endurkomu Krists.

Aðventan er einnig kölluð Jólafasta og var það mun meira notað hér áður fyrr og margar heimildir þess efnis jafnt í fornum textum og allt til dagsins í dag.

Er það dregið af þeim sið Kaþólskra að fasta síðustu vikurnar fyrir Jól þótt það ætti fyrst og fremst við um að neita sér um kjöt en ekki mat almennt en á því voru þó allnokkrar undantekningar svo Jólafastan var langt því frá að vera neitt svelti.

Í Grágás stendur til dæmis:

,,Jólaföstu skal fasta hvern dag og tvær nætur í viku nema messudagur taki föstu af“

Og á öðrum stað:

„Jólaföstu eigum vér að halda. Vér skulum taka til annan dag viku að varna við kjötvi, þann er drottinsdagar eru þrír á millum og jóladags hins fyrsta. Þá skal eigi eta kjöt á þeirri stundu nema drottinsdaga og messudaga lögtekna.“

Með Aðventunni hefst Kirkjuár Íslensku Þjóðkirkjunnar líkt og í öðrum Vestrænum kirkjum.

▶︎ Nánar um Aðventuna-Jólaföstuna á Íslenska Almanaksvefnum

▶︎ Nánar um Hátíðardagatal Íslensku Þjóðkirkjunnar á Íslenska Almanaksvefnum

Date

nóv 28 2021
Expired!

Time

00:00 - 23:55