✊🏻 Kvenréttindadagurinn

Kvenréttindadagurinn 19. júní er hátíðisdagur þar sem því er fagnað að 19. júní 1915 fengu konur á Íslandi 40 ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til Alþingis.

Eftir þann áfanga sem náðist 1915 var með Sambandslagasamningnum 1918 milli Danmerkur og Íslands 40 ára aldursákvæðið numið úr lögum. Árið 1920 var síðan komið á fullu jafnræði karla og kvenna til kosninga á Íslandi. 

Baráttan fyrir kosningarétti kvenna á Íslandi hafði þá staðið frá árinu 1885 þótt fyrsta opinbera krafan um kosningarétt kvenna hafi ekki komið fram fyrr en árið 1895.

Femínistar á Íslandi hafa frá árinu 2003 hvatt til þess að dagsins yrði minnst með því að bera eitthvað bleikt og notað kjörorðið „Málum bæinn bleikan“.

▶︎ Nánar um Kvenréttindadaginn 19. júní á Íslenska Almanaksvefnum

Date

jún 19 - 20 2011
Expired!

Time

00:00 - 23:55