✊🏻 Kvennafrídagurinn

Kvennafrídagurinn er Baráttudagur Íslenskra kvenna fyrir jöfnum kjörum á við karla og var fyrst haldinn á Íslandi 24. október 1975 í tilefni þess að Allsherjarþing sameinuðuþjóðanna helgaði það ár málefnum kvenna og varð 24. október fyrir valinu en hann er Alþjóðlegur dagur sameinuðuþjóðanna.

Um 90% kvenna á Íslandi lögðu niður störf þennan dag til að sýna fram á mikilvægi kvenna á vinnumarkaði og krefjast sömu réttinda og launakjara og karlar á vinnumarkaði. Talið er yfir 25.000 konur hafi komið saman í tilefni dagsins og íslensk kvenréttindasamtök vöktu mikla athygli ekki bara innanlands heldur og í erlendum fjölmiðlum.

Dagurinn var haldinn aftur áratug síðar 1985 og árið 2005 sem nefndur hefur verið Kvennafrídagurinn síðari sem og 2010, 2016 og 2018 eða alls sex sinnum.

Með táknrænum hætti árið 2005 gengu konur út klukkan 14:08, 2010 14:25 og 2016 14:38, allt í samræmi við vinnuframlag kvenna miðað við hlutfallsleg laun karla. Sem þýddi að konur höfðu grætt hálftíma á ellefu árum eða tæplega þrjár mínútur á hverju ári.

Með þessu áframhaldi þurfa konur að bíða í 52 ár eftir að hafa sömu laun og sömu kjör og karlar eða til ársins 2068.

▶︎ Nánar um Kvennafrídaginn á Íslenska Almanaksvefnum

▶︎ Nánar um Kvennafrídaginn á vef Kvennasögusafnsins

  • 00

    days

  • 00

    hours

  • 00

    minutes

  • 00

    seconds

Date

okt 24 - 25 2029

Time

00:00 - 23:55