⛺️Verslunarmannahelgin

Verslunarmannahelgin er helgin á undan Frídegi verslunarmanna sem árlega er haldið upp á fyrsta mánudag í ágúst. Þar sem Frídagur verslunarmanna er almennur frídagur verður Verslunarmannahelgin því þriggja daga fríhelgi megin þorra fólks.

Þótt Frídagur verslunarmanna hafi í upphafi verið hugsaður sem frídagur ákveðinnar starfsstéttar, þá sökum þess hve þessi þriggja daga helgi varð vinsæl sem almenn ferðahelgi var Frídagur verslunarmanna gerður að almennum lögbundnum frídegi.

Helgin er ein mesta ferðahelgi ársins og haldnar hátíðir víða um landið. Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum er líklega þeirra þekktust og langlífust.

▶︎ Nánar um Verslunarmannahelgina á Íslenska Almanaksvefnum
▶︎ Nánar um Frídag verslunarmanna á Íslenska Almanaksvefnum

Date

júl 31 2021 - ágú 02 2021
Expired!

Time

00:00 - 23:55