⛺️ Annar í Páskum

Annar í Páskum mánudagurinn eftir Páskadag er almennur frídagur á Íslandi.

Fram til ársins 1770 var Þriðji í Páskum einnig almennur frídagur en það ár var hann afhelgaður og afnuminn sem frídagur. Eins var með Þriðja í Jólum og Þriðja í Hvítasunnu sem einnig höfðu verið helgi- og frídagur.

Var þetta liður í því að samræma helgi- og frídagalög í öllu Danaveldi og fækka almennum frídögum í leiðinni. Áður höfðu þessar þrjár stórhátíðir kirkjunnar verið í Kaþólskum sið þríheilagar, það er þrír helgi og frídagar en með nýju lögunum voru þær gerðar tvíheilagar og því aðeins haldið í Annar í Páskum, Jólum og Hvítasunnu og eru það þannig enn í dag.

En á Þjóðveldisöld voru þessar hátíðir ennmeiri því þær voru hvorki meira né minna en fjórheilagar eða fjórir frídagar.

▶︎ Nánar um Annann í Páskum á Íslenska Almanaksvefnum

▶︎ Nánar um Frídaga á Íslandi á Íslenska Almanaksvefnum

Date

apr 05 2021
Expired!

Time

00:00 - 23:55