⛺️ Annar í jólum

Annar í Jólum er árvisst þann 26. desember og er Almennur frídagur en þó ekki Stórhátíðisdagur líkt og Jóladagur honum á undan og því samkvæmt núverandi vinnulöggjöf um Kirkjulegar hátíðir og vinnurétt margháttuð starfsemi leyfð.

Þótt allir eigi almennt frí Annan í Jólum má við starfsfólk semja um að vinna þennan dag en ekki er leyfilegt að skilyrða vinnu á Almennum frídegi en æ meira er um það með hverju ári að til dæmis verslanir séu opnar þennan dag en þó ekki fyrr en um og upp úr hádegi því Helgi Jóladags nær til morguns Annars í Jólum líkt og hún hefst klukkan sex á Aðfangadagskvöld.

Í Hátíðadagatali Íslensku Þjóðkirkjunnar nefnist 26. desember Stefánsdagur til minningar um fyrsta píslarvottinn, Stefán frumvott en hann var grýttur til bana þennan dag á 1. öld.

  • 00

    days

  • 00

    hours

  • 00

    minutes

  • 00

    seconds

Date

des 26 - 27 2029

Time

00:00 - 23:55